Í draumráðningarbókinni stendur um hrossatað;  „Ef einhver fleygir í þig hrossataði færðu sendibréf eða símhringingu langt að á næstunni. Þyki þér sem þú gangir í hrossataði færðu góða vinnu eða efnast vel í þeirri sem þú ert í.“
Það er almennt góðs viti að dreyma hrossaskít en fyrir flesta er hrossaskítur aðallega notaður sem áburður, lyktar frekar illa en góður fyrir plönturnar Fyrir hestamenn er hann hluti af daglegri umhirðu hesta á húsi þar sem við svitnum við að moka honum í haug svo hestarnir okkar hafi aðgang að hreinum og þurrum stíum. Annars hugsum við nú almennt ekki mikið um hann. En hefur þú einhvern tímann virt þér almennilega fyrir þér þetta fyrirbrigði? Og af hverju ættirðu svo sem að gera það?
Ótrúlegt en satt þá getur hrossaskíturinn sagt þér margt um heilsufar hestsins þíns! Þegar ég fer og hitti kúnna í meðferð þá punkta ég alltaf hjá mér hvort hesturinn skili eðlilega frá sér sem hluti af heilsufarssögu hestsins – en svo fór ég að hugsa – vita hestaeigendur alltaf hvað er eðlilegt og hvað ekki?
Eðlilegur hrossaskítur
Hestar eru mismunandi en flestir hestar hér á Íslandi fá nokkurn veginn svipaða fæðu, þ.e. þurrkað hey á veturna og grænt gras á sumrin. Sumir fá að auki vítamín- og steinefni og ýmislegt viðbótar fæðubótarefni. En hrossaskítur getur verið mjög misjafn og ekki allur lítur eins út. Að átta sig á hvað er eðlilegt fyrir þinn hest krefst þess að fylgjast með útskilnaði hestsins daglega og hvort einhverjar breytingar eru á honum og hverjar þær eru. Ef það eru breytingar á útskilnaði hestsins þá getur það bent til heilsufarslegra breytinga.
Taktu eftir áferð, lit, lögun og stærð sem og hversu oft hesturinn skilar frá sér. Almennt skilar hestur frá sér um það bil 6 – 10 sinnum á dag en það fer m.a. eftir aldri, kyni og fleiru.
Áferð
Þurr, harður hestaskítur, oft minni en venjulega og með slímkenndri himnu getur bent til að hesturinn sé með hægðatregðu. Hægðatregða getur verið merki um meltingarslen.

Laus, blautur hestaskítur getur orsakast af nokkrum þáttum, streita, breytinar á fóðri og t.d. fóðrun á nýsprottnu grasi getur leitt til linari hægða. Ef hesturinn er ekki stöðugt með lausar hægðir er yfirleitt ekki neitt að óttast.
Mynd: Lausar hægðir / The horse.com
Niðurgangur er annað en lausar hægðir og ástæða til að athuga betur orsakir fyrir. Hægðirnar eru í vökvakenndu formi og lykta mjög illa. Orsakir niðurgangs geta verið t.d. einhvers konar veikindi, sýkingar eða ef hesturinn hefur komist í eitthvað sem er eitrað fyrir hann.
Litur
Hestaskítur getur verið í mjög mismunandi litum eftir því hvernig fóður hesturinn fær. Grænleitt og brúnt er mjög algengt.
Ef að hægðir hestsins eru rauðar eða svartar þá er mælt með að athuga orsakir. Rauðar hægðir geta bent til blæðinga í neðri meltingarvegi.
Mynd: Svartur hestaskítur / The horse.com
Útlit
Heilbrigður hestaskítur samanstendur af vel formuðum kúlum (eplum), ekki of þurr og ekki of blautur. Þétt í sér en auðvelt að brjóta í sundur. Strá eða ómelt hey í hægðunum er nokkuð algengt og eðlilegt.
Mynd: Fallegur heilbrigður brúngrænn litur / The horse.com
Nokkur atriði er þó hægt að nefna sem þarfnast frekari skoðunar:
  • · Ormar í hægðum
  • · Stórir klumpar af ómeltu heyi – er hesturinn að tyggja heyið nægjanlega ?
  • · Gróf áferð eða sandur

Fleiri greinar

Product Categories

On-Sale Products

Tags