Jafnvægistaumurinn hjálpa knapanum að fá betri söfnun í hestinn, hesturinn svarar bendingum knapans betur og jafnvægi hestsins eykst.
Stækkanlegur frá 150 cm – 174 cm
Litir: Svartur eða brúnn
kr.5,952 með VSK
Jafnvægistaumurinn hjálpa knapanum að fá betri söfnun í hestinn, hesturinn svarar bendingum knapans betur og jafnvægi hestsins eykst.
Stækkanlegur frá 150 cm – 174 cm
Litir: Svartur eða brúnn
Ef þú ert með hest sem flýtir sér, er þungur á tauminn /framhlutann, mikið á hreifingu eða ef þú ert knapi sem hefur tilhneigingu til að halda jafnvægi á taumnum, þá er Balance Rein klárlega að verða uppáhalds reiðtólið þitt! Jafnvægistaumurinn er notað með beisli fyrir hesta sem hafa tilhneigingu til að koma fyrir ofan bitann eða aftan við eða eiga það til að rjúka.
Hringurinn er frábært tól til að kenna hestum að bakka rétt og færa þyngd sína af framhöndinni.
Margir hestar bregðast jákvætt við góðu jafnvægi knapa það er því alveg kjörið fyrir óöruggan knapa sem er að læra á sitt jafnvægi á baki, byrjanda eða börn sem eru ekki komin með tilfinningu fyrir réttu taumhaldi.
Handhægt fyrir unga hesta sem enn eiga eftir að læra mikið af hjálpartækjum, hestum sem eru á undan eða sækja fremst, hestum sem hanga eða fara of djúpt.
Með góðri notkun verður hesturinn léttari að framan, það tryggir meiri þyngd á afturhlutanum og betri baknotkun.
Jafnvægistaumurinn er eins og „hálshringur“ eða annar taumur neðst á hálsinum sem kemur hestinum í betra jafnvægi. “Balance Rein” safnar hestinum og heldur honum í jafnvægi og býður hestinum einnig að færa bakið upp, lengja og hringa makkann
Jafnvægistaumurinn er notaður samhliða venjulegum taumi og fær hestinn til að opna sig og móttaka betur ábendingar knapans. Stilla þarf jafnvægistauminn rétt! Bendingar knapans skulu fara 50% í gegn um venjulegan taum og 50% í gegn um jafnvægistauminn. Líkamlegt og tilfinningalegt jafnvægi hestsins batnar greinilega.