Um HeyNet
ELVA DÍS ADOLFSDÓTTIR
Elva Dís Adolfsdóttir
Elva Dís ber mikla umhyggju fyrir búfé, líðan þeirra og velferð.
Þessi umhyggja ól af sér þjónustufyrirtækið HeyNet, sem hannar og selur lausnir fyrir þennan sértæka markhóp með það að markmiði að bæta líf dýra og eigenda þeirra.
Umhyggja fyrir dýrum – sem varð að fyrirtæki
Elva ólst upp í Reykjavík, þar sem hún stundaði hestamennsku ung að árum. Nokkuð hlé varð samt á þessari ástríðu Elvu en fyrir um 15 árum var þessi sterki þráður tekinn upp aftur af fullum krafti. Hún er með fast aðsetur í Mosfellsbæ, sem er rómuð útivistarperla á höfuðborgarsvæðinu, elskar hesta sem og önnur dýr. Hestamennsku stundar hún mest í Mosfellsbæ en í Biskupstungum er mikli hestarækt, Stekkholtshestar þar sem hestamennskan blómstar í náttúrunni en einnig fær hönnun Heynets að njóta sín þar að fullu. „Mest allur tími minn fer í hestamennsku og því tengt“ segir Elva. „Ég skipulegg dagana mína í kringum það og ég hef alltaf tíma fyrir hrossin á hverjum einasta degi. Þeir eru mjög mikilvægir fyrir mig og allra meina bót.“
Eins og áður sagði vinnur fyrirtækið náið með ræktunarbúinu Stekkholtshestum sem staðsett er í Biskupstungum. Þar á stóru landi er góð aðstaða og auðvelt að vera skapandi í því hvernig best er að halda hestum sínum heilbrigðum, hönnun og prófanir á SLOW FEED netum ásamt HEFÐBUNDUM NETUM. Það er auðvelt og þægilegt að gefa í hægfóðursnet en hægfóðrun mataræðis er nauðsynleg fyrir meltingarheilbrigði hesta og heildar hamingju. „Auðvelt er að búa til umhverfi, þannig að þeir eru ekki bara að standa í sömu fermetrum og geta röllt á milli fóðurstöðva. Auðvelt er að búa til stöðvar í haganum og hrossin labba náttúrulega öðru hvoru frá einum poka til annars. Slow fóðrun hjálpaði ekki aðeins að bæta heilsu hrossa heldur hjálpaði það einnig við minni úrgangi og lækkar mikla neyslu verulega á ári, fyrir utan hvað fóðrun dýrin er mun auðveldara.“
Þegar Elva fór að leita að hægfóðursnetum, gat hún ekki fundið neitt sem henni líkaði við sem var á viðráðanlegu verði og var nálægt heimili hennar. Því ákvað hún að byrja að hana eigin net – og HeyNet varð til þann 22. mars 2016. „Ég byrjaði á viðskiptunum vegna þess að margir heimamenn og vinir höfðu reynslu á hægfóðursnetum en erfitt var að nálgast þau, og þeir sáu netin sem ég gerði og völdu þann kost“ segir Elva. „Þeir fóru að biðja mig um að gera net fyrir sig í ýmsum útfærslum og þannig flaug fréttin frá manni til manns og úr varð þetta fyrirtæki.“
Elva selur nú HeyNet á netinu í gegnum heimasíðu hennar og í gegnum fjésbókarsíðu. Hvað hefur gert HeyNet svo vinsæl? Elva segir að það sé samsetning af hagkvæmu verði og gæðum. „Aðrir eru mun dýrari, sem takmarkar að fólkið geti keypt þá, endurnýjað eða haft til“ segir hún. „Pokarnir mínir eru aðgengilegir fyrir alla, hobbyfólk sem og bónda. Ég legg mikla tíma og rannsóknir í að finna efni sem hefur gott jafnvægi á gæðum og hagkvæmni í kostnaði.“
Ennfremur eru þeir höndaðar af einstaklingi sem sannarlega elskar og annt um notendur vörunnar – dýrin og eigendur þeirra.
„Heynetin eru gerð með ást og velferð dýra í huga og er það það sem hvetur mig áfram á hverjum einasta degi til að gera það sem ég geri. Það snýst um að gera lífið betra, þannig að þeir lifa lengur, njóta og eru heilsuhraustari. Gjöf í poka takmarkar úrgang, nýtir hey til hins fyllsta, sparar peninga og einfaldar gjöfina fyrir menn og dýr.“
NÝJUSTU FÆRSLURNAR
Slow feed og nytsemi þess
Grunneðli hrossa er að hafa frálst aðgengi að fóðri þegar hann er frjálst í náttúrunni. Hesturinn er byggður til að borða í 16-18 klukkustundir á dag en ætti að standa án fóðurs í 4-6 klukkustundir til þess að hvíla magann. Grunnfæða hrossa er hey ásamt vítamín, steinefna og salts.
Hestaskítur 101
Það er almennt góðs viti að dreyma hrossaskít en fyrir flesta er hrossaskítur aðallega notaður sem áburður, lyktar frekar illa en góður fyrir plönturnar. Fyrir hestamenn er hann hluti af daglegri umhirðu hesta þar sem við svitnum við að moka honum í haug svo hestarnir okkar hafi aðgang að hreinum stíum.
Hrossasótt
Þetta orð vekur óhug hjá öllum hestamönnum en hugtakið er víðfemt og inniheldur mýgrút af mismunandi orsökum. Hugtakið hrossasótt eða "colic" er ekki sjúkdómsgreining, heldur þýðir það einungis að hestur er að sýna verkjaeinkenni sem oft, en ekki alltaf, eiga uppruna sinn frá meltingarkerfi.